M÷tuneyti og ■vottah˙s

M÷tuneyti M÷tuneyti­ er ß ne­stu hŠ­ g÷mlu vistar og s÷mulei­is ■vottah˙si­. Matsalur tekur um ■a­ bil 180 manns Ý sŠti. ═ m÷tuneytinu er augnskanni sem

M÷tuneyti og ■vottah˙s

Mötuneyti

Mötuneytið er á neðstu hæð gömlu vistar og sömuleiðis þvottahúsið. Matsalur tekur um það bil 180 manns í sæti. Í mötuneytinu er augnskanni sem veit hvort íbúar séu skráðir í tiltekna máltíð. Á boðstólum er venjulegur heimilismatur, fjölbreytt fæði og yfirleitt hollt.

Fæðisflokkar sem í boði eru:

 1. Fullt fæði 7 daga.
 2. Fullt fæði 5 daga.
 3. Morgunmatur og hádegismatur 5 daga.
 4. Morgunmatur og kvöldmatur 7 daga.
 5. Morgunmatur og kvöldmatur 5 daga.
 6. Hádegismatur og kvöldmatur 5 daga.
 7. Stakar máltíðir.
 8. Hádegismatur og kvöldmatur 7 daga.

Ath! Þeir sem eru í 5 daga fæði geta sleppt því að fara í mat á föstudagskvöldi og farið í staðinn í mat á sunnudagskvöldi ef þeir skrá sig á ákveðið blað í matsal í hádegi á föstudegi.

Síðdegiskaffi er í boði fyrir alla íbúa vistarinnar.

 

Þvottahús

Í upphafi skólaárs fá íbúar lykil að skáp sem þeir skila í lok vetrar og fá endurgreitt 2000 kr. Á fyrsta ári fá íbúar sokka- og nærfatapoka sem er þeirra eign. Allir fá þvottanúmer sem þeir halda öll árin sín á vist. Allan fatnað skal merkja með þessu þvottanúmeri. Merkja skal þvottinn vel með fatatússi sem m.a.eru tiltækir í  þvottahúsi.

Flokka skal þvottinn í ákveðin hólf til að auðvelda stúlkunum í þvottahúsinu verkin. Ef um er að ræða dýran fatnað er hægt að fara með hann til starfsfólks þvottahúss og fá tryggingu fyrir því að fatnaðurinn fari á réttan stað. Athugið að allur þvottur er þurrkaður í þurrkara nema að sérstaklega sé beðið um annað. Engin ábygð er  tekin á þvotti sem ekki er beðið um að fái sérstaka meðferð.

 

SvŠ­i

Heimavist ma og vma

v/ Eyrarlandsveg 28
IS 600 Akureyriá
kt. 6301070160
heimavist@heimavist.isá

Helstu sÝman˙mer

 • Vaktsími Heimavistar: 899 1602
 • Afgreiðsla: 455 1602
 • Þjónustustjóri: 455 1607 / 899 1607
 • Framkvæmdastjóri: 455 1605
 • Viðtalssími hjúkrunarfræðings: 455 1611
 • Mötuneytið: 455 1604
 • Þvottahús: 455 1606
 • Neyðarlínan: 112