Heimavist MA og VMA tekur þátt í framhaldsskólakynningu í Laugardalshöll

Heimavistin ætlar að taka þátt í Framhaldsskólakynningu dagana 16. – 18. mars n.k. í Laugardalshöll. Í höllinni gefst einstakt tækifæri til að kynna sér fjölbreytt námsframboð framhaldsskóla landsins en starfsfólk og nemendur 26 skóla munu miðla upplýsingum og fróðleik um námið, félagslífið og framtíðarmöguleikana. 
Á sama tíma fer fram í Höllinni Íslandsmót iðn- og verkgreina. Um 150 keppendur munu taka þátt í Íslandsmótinu og keppt verði í 21 iðngrein. Nokkrar greinar til viðbótar verða með kynningu á störfum en alls taka 27 iðn- og verkgreinar þátt í ár. Fagreinarnar bjóða einnig upp á „Prófaðu“ svæði þar sem gestir fá að fikta, smakka og upplifa.
Allir velkomnir - enginn aðgangseyrir!  Hlökkkum til að sjá ykkur!