Próf í VMA - umgengni á próftíma

Nú er próftími á heimavist en íbúar VMA eru byrjuð í prófum.
Á próftíma gilda ákveðnar reglur:

  • Á próftíma á að vera næði allan sólarhringinn.
  • Ekki er heimilt að hafa hjá sér gesti nema með sérstöku leyfi starfsmanns. Ekki eru veitt leyfi fyrir næturgestum meðan á próftíma stendur.
  • Morgunmatur er virka daga kl. 7:15 – 9:15 og um helgar kl. 10:00 – 13:00. Drykkur er alla daga kl. 15:00 - 16:30, einnig um helgar.
  • Hljómflutningstæki og sjónvörp á herbergjum og setustofum mega alls ekki valda ónæði.
  • Seta í anddyri og á göngum skal takmörkuð.
  • Reglulegum próftíma lýkur 13. desember.
  • Hafið samband við öryggisvakt í síma 1602 ef þið verðið fyrir ónæði.

Gangi ykkur vel i prófunum og sýnum öll tillitssemi.