Upplýsingar fyrir umsækjendur húsnæðisbóta

Um nýliðin áramót færðist afgreiðsla húsnæðisbóta frá Vinnumálastofnun til Íbúðalánasjóðs. Þessar breytingar hafa þó ekki áhrif á umsóknir þeirra íbúa sem eiga gildar umsóknir hjá sjóðnum frá því í haust og leigutímabil er ekki lokið samkvæmt samningi. Ekki þarf að endurnýja umsóknir.

Þessi breyting um áramót hefur heldur ekki áhrif á hvar íbúar sækja um húsnæðisbætur. Sem fyrr sækja íbúar undir lögaldri um húsnæðisbætur til skrifstofu viðkomandi sveitarfélags þar sem íbúinn á lögheimili. Ef íbúi er orðinn lögráða er sótt um rafrænt líkt og áður á www.husbot.is