Heimavist MA og VMA

Heimavist MA og VMA

Heimavist MA og VMA er heimavist fyrir nemendur sem stunda nám við Menntaskólann á Akureyri og Verkmenntaskólann á Akureyri. Heimavistin er staðsett á syðri brekkunni við Eyrarlandsveg, við hliðina á Íþróttahöllinni og Menntaskólanum á Akureyri.  Þá er heimavistin staðsett í innan við 10 mínútna göngufæri við Verkmenntaskólann á Akureyri. Frá heimavistinni er stutt að fara m.a. í sund, í miðbæinn og matvörubúðir.

 

Á heimavistinni geta búið um 330 nemendur en heimavistin samanstendur af tveimur byggingum sem ganga undir nöfnunum gamla vistin og nýja vistin. 

Eftirfarandi vinnureglur eru hafðar til hliðsjónar við úthlutun  á leigurými á heimavistinni:

  1. Ólögráða nemendur beggja skólanna hafa forgang.
  2. Nemendur skólanna sem sækja sérnám sem ekki er boðið upp á í heimabyggð nemenda hafi forgang.
  3. Nemendur, sem sækja nám mikilvægt skólunum, hafa forgang.
  4. Verði laus rými skal að öðru jöfnu úthluta þeim miðað við upphaflegt hlutfall 2/3 MA og 1/3 VMA, þó skulu skólameistarar funda með framkvæmdastjóra heimavistar og leysa úr vanda umsækjenda sem falla ekki undir 1 – 3.