Frá þvottahúsinu

Stúlkurnar í þvottahúsinu vilja koma á framfæri að hjá þeim er allskonar smáhlutir í óskilum eins og belti,sokkar,nærföt, reimar og fleira og fleira, Einnig vilja þær benda á að það þurfi að merkja fötin betur og þó sérstaklega rúmföt og handklæði.Kveðja Brytinn góði

kvöldvaka

Jæja þá er komið að því :)Heimavistarráð ætlar að halda kvöldvöku þann 8. nóvember n.k. fyrir íbúa heimavistarinnar.Þar verður fjölbreytt dagskrá. Meðal annars spurningakeppni, leikir og hæfileikakeppni ásamt fjölmörgu öðru.En til þess að allt gangi upp þurfum við ykkar aðstoð.Lumar þú á duldum hæfileika?Griptu okkur glóðvolg á göngunum eða sendu einfaldlega rafræn skilaboð á póstfangið heimavistarrad@gmail.com (einstaklingar eða hópar).Kveðja Gömlu lummurnar

Mötuneyti

Mötuneytisfélagar athugiðMatsalurinn er eingöngu fyrir þá sem greiða fyrir mat í mötuneytinu.Ekki er ætlast til þess að þeir taki utanaðkomandi með sér í salinn.Einnig viljum við koma á framfæri að drukkur milli 15:00- 16:30 er eingöngu fyrir þá sem búa á heimavistinni.Mötuneytisráð

Myndir

Nú langar okkur að setja fleiri myndir inn á síðuna. Þess vegna viljum við bjóða þeim sem hafa áhuga á, að taka myndir og senda okkur. Við munum svo setja þær hérna inn á síðuna.Myndefnið verður að vera tengt heimavistinni, hvort sem það er lífið á vistinni, hlutir eða eitthvað annað sem ykkur dettur í hug.Skemmtilegt væri ef þið skírðuð myndirnar og svo má ekki gleyma að setja nafn ljósmyndarans með. Sendið myndirnar á t.bjornsd@gmail.comEinnig langar okkur að minna vistarbúa á glæsilega sjónvarpsherbergið sem er niðri, á milli mötuneytis og þvottahús (eins og þið séuð að fara inn í geymslu, en beygjið fyrstu dyr til vinstri). Þar er hægt að horfa á hinar ýmsu stöðvar, t.d. rúv, stöð2, sirkus, skjá1, sýn og sýn2.Þar eru einnig DVDspilari og video sem íbúum er velkomið að nota. Fjarstýringurnar af tækjunum eru í andyrinu og það er ekkert mál að biðja vaktmann um þær. :)En endilega verið dugleg að taka myndir og senda okkur ;)Heimavistarráð