Ársfundur Lundar

Ársfundur Lundar 2017 verður fimmtudaginn 8. febrúar n.k. kl. 16 í setustofu heimavistar. Dagskrá ársfundar: 1. Ársreikningur Lundar skólaárið 2016/2017 til kynningar. 2. Skýrsla stjórnar um starfsemi Lundar skólaárið 2016/2017. 3. Önnur mál. Ársfundur Lundar er opinn þeim sem aðild eiga að Heimavist MA og VMA, s.s. íbúum Lundar, foreldrum og forráðamönnum íbúanna, kennurum og starfsmönnum framhaldsskólana á Akureyri auk þeirra starfsmanna sem starfa í húsakynnum Lundar.

Bíókvöld í boði Heimavistarráð

Heimavistarráð stendur fyrir bíókvöldi fimmtudagskvöldið 1. febrúar n.k. kl. 20. Mynd og snakk í boði fyrir alla íbúa.

Hjúkrunafræðingur á vakt tvisvar í viku fyrir íbúa

Hannesína Schewing hjúkrunarfræðingur er á vakt tvisvar í viku fyrir íbúa heimavistar. Á mánudögum frá kl. 16.00-17.00 og á fimmtudögum frá kl. 16.30-17.30. Bendum foreldrum og forráðamönnum á að hægt er að hringja í hjúkrunarfræðing á viðtalstíma.

Upplýsingar fyrir umsækjendur húsnæðisbóta

Um nýliðin áramót færðist afgreiðsla húsnæðisbóta frá Vinnumálastofnun til Íbúðalánasjóðs. Þessar breytingar hafa þó ekki áhrif á umsóknir þeirra íbúa sem eiga gildar umsóknir hjá sjóðnum frá því í haust og leigutímabil er ekki lokið samkvæmt samningi. Ekki þarf að endurnýja umsóknir. Þessi breyting um áramót hefur heldur ekki áhrif á hvar íbúar sækja um húsnæðisbætur. Sem fyrr sækja íbúar undir lögaldri um húsnæðisbætur til skrifstofu viðkomandi sveitarfélags þar sem íbúinn á lögheimili. Ef íbúi er orðinn lögráða er sótt um rafrænt líkt og áður á www.husbot.is

Vorönn hjá íbúum MA og VMA

Vorönn hófst fimmtudaginn 4. janúar hjá íbúum VMA en íbúar MA hefja sína vorönn um miðjan mánuðinn. Eftir próftímabil taka við hefðbundnir dagar á heimavistinni þar sem almennar reglur um aga og umgengni gilda.