Ertu með kvef eða hita?

Minnum íbúa á að láta starfsfólk heimavistar vita ef þeir eru veikir. Hægt er að hringja í innanhússíma 455-1602 eða í vaktsíma 899-1602. Starfsfólk getur litið við hjá íbúum, komið með mat, hitamæli o.þ.h. eftir því sem þörf er á.

Merkingar á fatnaði íbúa

Mjög mikilvægt er að merkja þvottinn sinn vel - og það gæti þurft að skrifa ofan í það sem merkt var fyrr í vetur svo fatnaðurinn komist í rétt hólf. Nokkuð er um að ómerktur eða illa merktur fatnaður hafi verið settur í þvott og því ekki hægt að koma til skila í þvottaskápana. Hægt er að merkja þvottinn hjá starfsmönnum í þvottahúsinu.

Spilakvöld miðvikudaginn 17. janúar kl. 20:00

Heimavistarráð stendur fyrir spilakvöldi á setustofunni kl 20-22 á miðvikudaginn, 17. janúar.

Gleðilegt nýtt ár

Um leið og við óskum ykkur gleðilegs árs þá minnum við á að heimavistin opnar á nýju ári miðvikudaginn 3. janúar kl. 12. Hlökkum til að sjá ykkur😊

Þvottur bíður eftir eigendum sínum

Nokkuð er um að ómerktur fatnaður hafi verið settur í þvott og því ekki hægt að koma til skila í þvottaskápana. Minnum íbúa á að vera duglegir við að merkja allan þvott hjá sér svo hann rati aftur til eigenda sinna. Hægt er að merkja þvottinn hjá starfsmönnum í þvottahúsinu. Munið líka að flokka þvottinn í viðeigandi þvottahólf 🙂