01.10.2025
Á myndinni má sjá nýskipað heimavistarráð sem tók sinn fyrsta fund í gærkvöldi. Frá hægri: Bæring Nói Dagsson, Ari Ingvarsson, Dagnýr Atli Rúnarsson, Sævar Emil Ragnarsson, Freyr Þorsteinsson, Steingrímur Árni Jónsson og Nanna María Ragnarsdóttir. Við starfsfólk Heimavistarinnar óskum þeim til hamingju með nýtt hlutverk og hlökkum til að starfa með þeim í vetur.
25.09.2025
Kosið var til Heimavistarráðs í gær, miðvikudaginn 24. september.
Kjörsókn var góð, en alls kusu 117 íbúar.
Í heimavistarráði skólaárið 2025-2026 eru:
Ari Ingvarsson (MA)
Bæring Nói Dagsson (MA)
Dagnýr Atli Rúnarsson (VMA)
Freyr Þorsteinsson (MA)
Nanna María Ragnarsdóttir (VMA)
Steingrímur Árni Jónsson (MA)
Sævar Emil Ragnarsson (VMA)
22.09.2025
Kosning til Heimavistarráðs verður á miðvikudaginn næstkomandi, 24. september. Allir íbúar geta kosið einu sinni.
Kosning fer fram í anddyri kl 19:30-21:00 á miðvikudagskvöld.
Í framboði til heimavistarráðs skólaárið 2025-2026 eru:
Ari Ingvarsson
Ágústa Arnþórsdóttir
Ágústa Sigurrós Eyjólfsdóttir
Baldvin Barri Guðmundsson
Brynja Hlín Björgvinsdóttir
Bæring Nói Dagsson
Dagnýr Atli Rúnarsson
Eyjólfur Ágúst Hjörleifsson
Flóki Jónsson
Freyr Þorsteinsson
Jón Sigþór Sveinbjörnsson
Kristjana Bríet Jónsdóttir
Máni Franz Jóhannsson
Nanna María Ragnarsdóttir
Rebekka Rán Bogadóttir
Sædís Ósk Pálmadóttir
Steingrímur Árni Jónsson
Sævar Emil Ragnarsson
Tómas Orri Harðarson
18.09.2025
Heimavistin auglýsir eftir íbúum til að aðstoða við þrif o.fl. (ryksuga, fylla á lagera o.s.frv.) nokkra tíma á viku eftir skóla (1-2 klst. í senn). Nánari upplýsingar veitir Rósa Margrét - rosa@heimavist.is
09.09.2025
Hefur þú það sem til þarf?
Það er komið að því. Nú er opið fyrir tilnefningar í heimavistarráð. Ef þú hefur brennandi áhuga á velferð allra lifandi sálna innan veggja þessarar blessuðu heimavistar þá er ráðið staður fyrir þig.
Kosningarnar verða svo auglýstar síðar.
Hvernig ber ég mig að?
-Fyrsta skref er að finna kjörkassann í afgreiðslu
-Ritaðu nafn þitt á miða ásamt herbergisnúmeri
-Bombaðu miðanum í kjörkassann
-Voila, þú ert kominn í pottinn
03.09.2025
Mjög mikilvægt er að merkja þvottinn sinn vel - og það gæti þurft að skrifa ofan í það sem merkt var í fyrra vetur svo fatnaðurinn komist í rétt hólf.
Nokkuð er um að ómerktur eða illa merktur fatnaður hafi verið settur í þvott og því ekki hægt að koma til skila í þvottaskápana. Hægt er að merkja þvottinn hjá starfsmönnum í þvottahúsinu.
22.08.2025
Allir gangafundir verða á hverjum gangi / hæð fyrir sig á Nýju vist:
Allir íbúar á 1. hæð kl. 16:30
Allir íbúar á 2. hæð kl. 16:45
Allir íbúar á 3. hæð kl. 17:00
Allir íbúar á 4. hæð kl. 17:15
Allir íbúar á 5. og 6. hæð kl. 17:30
Allir íbúar á Gömlu vist koma saman á Setustofunni.
Nýjir íbúar á Gömlu vist kl. 17:45
Eldri íbúar á gömlu vist kl.18:15
Skyldumæting og nafnakall
Þau sem ekki komast á tilteknum tíma þurfa að láta þjónustustjóra vita á netfangið rosa@heimavist.is
Hlökkum til að funda með ykkur 😊
Starfsfólk Heimavistar MA og VMA
08.08.2025
Móttaka íbúa verður helgina 16.-17. ágúst sem hér segir:
Móttaka nýnema og þeirra sem hafa ekki verið hjá okkur áður er laugardaginn 16. ágúst kl. 12-16 og sunnudaginn 17. ágúst frá kl. 12-16 og mánudaginn 18. ágúst frá kl. 10-16.
Móttaka íbúa sem hafa verið hjá okkur áður er laugardaginn 16. ágúst kl. 12-20 og sunnudaginn 18. ágúst frá kl. 12-20 og mánudaginn 18. ágúst frá klukkan 10-20.
Vinsamlegast virðið þessar tímasetningar svo skipulagið gangi sem best fyrir sig.
Húsaleigusamningar verða sendir út rafrænt á næstu dögum og bæði forráðamaður (ef íbúi er ólögráða) og íbúi þurfa að skrifa undir hann inni á signet.is áður en herbergi fæst afhent.
06.08.2025
Búið er að svara öllum umsóknum um pláss á Heimavistinni. Þær umsóknir sem bárust okkur á meðan á sumarleyfi stóð fóru sjálfkrafa í stöðuna synjað þar sem búið var að fylla hvert rými fyrir sumarfrí. Húsaleigusamningar verða sendir út rafrænt í næstu viku og einnig þvottanúmer til þeirra íbúa sem ekki hafa verið á heimavistinni áður. Þau sem hafa verið áður hjá okkur halda sínum þvottanúmerum. Móttaka íbúa verður helgina 16.-17. ágúst en nánari tímasetning verður tilkynnt síðar.