Önnur þjónusta

Hluti af því að búa á heimavistinni er að vera skráður í mötuneyti og þvottaþjónustu, sú þjónusta er ekki valkvæð en hinsvegar er hægt að velja sér mismunandi fæðisflokka. Nauðsynlegt er að fylla út umsókn um mötuneyti í síðasta lagi 25. ágúst nk. Allir íbúar eru sjálfkrafa skráðir í fullt fæði í 7 daga, ef umsókn berst ekki fyrir þann tíma. Athugið fæðisval er bindandi fyrir önnina.

Opnunartími í þvottahúsi

Þvottahúsið er opið mánudaga, þriðjudaga, miðvikudaga, fimmtudaga  og föstudaga frá kl. 07:30 - 20:00. 

Hægt er að koma með þvott og sækja þvott í skápana í þvottahúsinu alla virka daga til kl. 20.

Starfsmaður er í þvottahúsi frá kl. 7:30 - 14:00 mánudaga til fimmtudaga og til kl. 13:00 á föstudögum.

Athugið að um helgar er ekki þvegið. 

Þvottahúsþjónusta kostar 36.500 kr. á önn og er rukkuð einu sinni á önn.