Heilsugæsla íbúa

Við skólana starfa skólahjúkrunarfræðingar.
Auður Karen Gunnlaugsdóttir er í stöðu skólahjúkrunarfræðings við MA en Ingibjörg Ingólfsdóttir hjúkrunarfræðingur er í stöðu skólahjúkrunarfræðings í VMA.
Íbúar hafa aðgang að skólahúkrunarfræðingi í sínum skóla.

Viðvera skólahjúkrunarfræðings í MA:
Auður Karen Gunnlaugsdóttir er hjúkrunarfræðingur MA og er með viðtalsherbergi í Gamla skóla. Auður er með viðtalstíma á þriðjudögum frá kl. 8-16 og á fimmtudögum frá kl. 8-12. Viðtalstímar hjá hjúkrunarfræðingi eru bókaðir á heimasíðu skólans. Einnig er velkomið að senda fyrirspurn á audur@ma.is.

Foreldrar/forráðamenn eru hvattir til að hafa samband ef þeir eru með einhverjar fyrirspurnir.

Viðvera skólahjúkrunarfræðings í VMA:
Ingibjörg Ingólfsdóttir er hjúkrunarfræðingur VMA og er með viðtalsherbergi í C-álmu (við hliðina á C09).
Ingibjörg er með viðtalstíma á þriðjudögum frá kl. 8-16 og á miðvikudögum frá kl. 12-16. Viðtalstímar hjá hjúkrunarfræðingi eru bókaðir á heimasíðu skólans. Einnig er velkomið að senda fyrirspurn á ingibjorg.osp.ingolfsdottir@vma.is.

 

Heilsugæsluþjónusta á Akureyri

Heilsugæslustöðin er staðsett í Sunnuhlíð 12, 603 Akureyri.
Heilsugæslan er opin frá 08:00-17:00 alla virka daga.

Tímabókanir
Í síma 432 4600
Virka daga frá kl. 8:10-15:50

Vaktnúmer: 1700

Þegar þú hringir í 1700 númerið færð þú samband við hjúkrunarfræðing sem veitir þér ráðgjöf, leiðbeinir þér hvert skal leita í heilbrigðiskerfinu eða gefur símann áfram til læknis á þinni heilsugæslustöð þegar tilefni er til. Minnum á hjálparsíma Rauða krossins 1717 og heimasíðu þeirra (netspjall) 1717.is. Í neyð hringið í 112.

Íbúar tilkynni veikindi

Minnum íbúa á að láta starfsfólk heimavistar vita ef þeir eru veikir. Hægt er að hringja í innanhússíma 1602 eða í 899 1602.  Starfsfólk getur litið við hjá íbúum, komið með mat, hitamæli o.þ.h.