Íris verður með viðveru Í VMA á skrifstofu hjúkrunarfræðing í C-álmu (við hliðina á C09). Opnir viðtalstímar hjúkrunarfræðings eru á miðvikudögum og fimmtudögum kl 9-12 og kl 13-14. Ekki þarf að panta tíma en velkomið að senda fyrirspurnir eða mæta á staðinn. Netfangið er iris.bjork.gunnlaugsdottir@vma.is Einnig er hægt að bóka tíma á innri vef VMA.
Bendum forráðamönnum og foreldrum á að þeim er jafnframt velkomið að hafa samband við hjúkrunarfræðing viðkomandi skóla með tölvupósti eða hringja á viðverutíma hjúkrunarfræðings.
Heilsugæsluþjónusta á Akureyri
Heilsugæslustöðin er staðsett í Hafnarstræti 99 á 3.-6. hæð.
Inngangur er frá göngugötunni (Amaróhúsið), frá Krónunni og frá Gilsbakkavegi inn á 6. hæð, þar eru bílastæði fyrir fatlaða.
Heilsugæslan er opin frá 08:00-16:00 alla virka daga, vaktþjónusta er frá 14.00 -17.00 alla virka daga og frá 10.00-14.00 um helgar og rauða daga.
Vinsamlegast hringið á heilsugæslustöðina til að panta tíma á vaktina.
Símanúmer: 432-4600
Vaktnúmer:- 1700
Þegar þú hringir í 1700 númerið færð þú samband við hjúkrunarfræðing sem veitir þér ráðgjöf, leiðbeinir þér hvert skal leita í heilbrigðiskerfinu eða gefur símann áfram til læknis á þinni heilsugæslustöð þegar tilefni er til. Minnum á hjálparsíma Rauða krossins 1717 og heimasíðu þeirra (netspjall) 1717.is. Í neyð hringið í 112.
Minnum íbúa á að láta starfsfólk heimavistar vita ef þeir eru veikir. Hægt er að hringja í innanhússíma 1602 eða í 899 1602. Starfsfólk getur litið við hjá íbúum, komið með mat, hitamæli o.þ.h.