Hjúkrunarfræðingur Heimavistar er Hannesína Scheving. Viðtalstímar hennar eru á mánudögum og fimmtudögum frá kl. 16:00 - 17:00 í anddyri. Sími hjúkrunarfræðings er 455 1611.
Heilsugæsluþjónusta á Akureyri
Heilsugæslustöðin er staðsett í Hafnarstræti 99 á 3.-6. hæð. Inngangur er frá göngugötunni (Amaróhúsið), frá Krónunni og frá Gilsbakkavegi inn á 6. hæð, þar eru bílastæði fyrir fatlaða. Sími heilsugæslustöðvarinnar er 4324600
Vaktþjónusta heilsugæslunnar er nú með breyttu sniði og fer nú öll fram á heilsugæslunni sjálfri. Hún er opin frá 14-18 alla virka daga og frá 10-14 um helgar.
Símanúmer bráðavaktar er 1700
Þegar þú hringir í 1700 númerið færð þú samband við hjúkrunarfræðing sem veitir þér ráðgjöf, leiðbeinir þér hvert skal leita í heilbrigðiskerfinu eða gefur símann áfram til læknis á þinni heilsugæslustöð þegar tilefni er til.
Unglingamóttaka á heilsugæslustöðinni
Á þriðjudögum er unglingamóttaka á 4. hæð heilsugæslunnar sem er opin frá kl.15-16. Unglingamóttakan er ætluð ungu fólki á aldrinum 13-20 ára og getur ungt fólk leitað þangað með ýmiskonar vandamál sem það af einhverjum ástæðum velur að fara ekki með til heimilislæknis síns. Ekki þarf að panta tíma.
Minnum íbúa á að láta starfsfólk heimavistar vita ef þeir eru veikir. Hægt er að hringja í innanhússíma 1602 eða í 899 1602. Starfsfólk getur litið við hjá íbúum, komið með mat, hitamæli o.þ.h.