Opnunartímar

Opnunartími á Heimavist

Húsnæði heimavistar er læst alla daga vikunnar frá klukkan 20:00 - 07:00.  Utan opnunartíma geta íbúar notað aðgangskort sem þeir fá afhent í upphafi skólaárs. Öryggisgæsla er allar nætur.
Á heimavist MA og VMA eru öryggismyndavélar. Þær eru staðsettar í anddyri heimavistar, við neyðarútganga, bílastæði, lyftu og þvottalúgu í þvottahúsi. Tilgangur öryggismyndavélanna er að tryggja öryggi íbúa heimavistar gagnvart utanaðkomandi aðilum, skemmdaverkum og þjófnaði.

Opnunartími í mötuneyti

Morgunmatur er frá kl. 07:15 - 09:15 virka daga en um helgar frá kl. 11:00 - 13:00.
Hádegismatur er frá kl. 11:30 - 13:15.
Kvöldmatur er frá kl. 17:45 - 19:30 virka daga nema föstudaga en þá er opið frá 18:00- 19:00. Um helgar er opið frá kl. 18:00 - 19:00.

Alla virka daga er boðið upp á síðdegiskaffi frá klukkan  kl. 15:00 - 16:45 fyrir alla íbúa vistarinnar. 

Opnunartími í þvottahúsi

Þvottahúsið er opið mánudaga, þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga frá  kl. 07:30 - 19:30. 

Þvottahús

Starfsmaður er í þvottahúsi frá kl. 7:30 - 13:15 mánudaga til föstudaga.

Þvottahúsið er opið mánudaga til fimmtudaga frá kl. 07:30-19:30. Á föstudögum er opið frá kl. 07:30-19:00

Athugið að um helgar er ekki þvegið.