Reglur á próftíma

Reglur á heimavist á próftíma

Á heimavistinni gilda ákveðnar reglur þegar íbúar eru í prófum.  Próftími getur skarast hjá nemendum í MA og VMA. 

Reglur sem gilda á heimavist á próftíma

1. Á próftíma er ætlast til að það sé næði á heimavistinni allan sólarhringinn.

2. Ekki er heimilt að hafa næturgesti meðan á próftíma stendur.

3. Ítrekað er að einungis íbúum heimavistar er heimilt að vera á heimavistinni á próftíma.  Hægt er að sækja um undanþágu til vaktmanns fyrir gesti að degi til ef t.d. nemendur eru að vinna saman að verkefni eða að undirbúa sig fyrir próf.

4. Hljómflutningstæki og sjónvörp á herbergjum mega ekki valda ónæði. Ef útaf bregður, verða tækin fjarlægð við fyrsta brot.

5. Slökkt verður á hljómflutningstækjum og sjónvarpi í setustofu.

6. Seta á almenningum (anddyri og á göngum ) skal takmörkuð og ekki valda ónæði.