Herbergi

Aðbúnaður á herbergjum á Heimavist MA og VMA

Á heimavistinni er hægt að velja um ólík herbergi eftir því hvernig aðbúnað nemendur vilja búa við. Þannig er hægt að velja um að búa á gömlu vistinni þar sem í boði eru eins manns herbergi með eða án baðherbergis.  Á nýju vistinni er eingöngu um tveggja manna herbergi að ræða sem öll eru með baðherbergi.

Hér er hægt að skoða myndir af herbergi á nýju vist

Hér er hægt að skoða myndir af herbergi á gömlu vist án baði

Hér er hægt að skoða myndir af herbergi á gömlu vist með baði


Nýja vist

Herbergi í nýja húsinu eru  öll tveggja manna. Á hverri hæð eru 22 herbergi í boði  nema  á 6 hæð en þar eru einungis 8 herbergi á ganginum.
Herbergi 1, 2, 3, 4, 18, 19, 20, 21, 22 og 23 eru öll eins. Herbergi 6, 7, 8, 9, 10, 11, 12, 13, 14, 15, 16 og 17 eru öll mismunandi þar sem húsið er hannað öðruvísi að austanverðu.

Aðbúnaður á herbergjum á nýju vist

 • Tvö rúm

 • Tvö skrifborð

 • Tvö náttborð

 • Tvær bókahillur

 • Tveir skrifborðslampar

 • Tveir náttborðslampar

 • Fataskápar, (tveir með hillum og tveir með slá)

 • Spegill

 • Bréfakarfa

 • Örbylgjuofn

 • Ísskápur

 • Baðherbergi með sturtu, salerni, vaski og spegli

Gamla vist


Á gömlu vistinni eru herbergin flest öll eins manns. Einungis eru 14 herbergi með baði á gömlu vistinni og eru þau herbergi oft nefnd svítur.  Helsti munurinn á svítum og öðrum herbergjum á gömlu vist er sá að á svítu eru sér baðherbergi auk þess sem skjár fylgir svítum.

Aðbúnaður á eins manns herbergi á gömlu vist án baðs

 • Rúm

 • Vaskur

 • Spegill

 • Fataskápar

 • Skrifborð og stóll

 • Bókahillur

 • Lampi

Ekki er ísskápur (hægt að koma með eigin), sjónvarp eða örbylgjuofn í þessum herbergjum.

 

Aðbúnaður á eins manns herbergi á gömlu vist með baði (svítum)

 • Rúm

 • Skrifborð

 • Bókahillur

 • Tvöfaldur fataskápur

 • Vegglampi og skrifborðslampi

 • Baðherbergi með sturtu, salerni, vaski og spegli

 • Bréfakarfa

 • Sjónvarp með inniloftneti

Ekki er ísskápur (hægt að koma með eigin) né örbylgjuofn í þessum herbergjum.