Árshátíð Þórdunu 10. mars

Nú er tímabært að taka frá föstudagskvöldið 10. mars þegar nemendafélagið Þórduna efnir til 30 ára afmælisárshátíðar í Sjallanum á Akureyri. Miðinn í hátíðarkvöldverðinn og á ballið kostar kr. 7.500 fyrir þá sem eiga aðild að Þórdunu. Á ballið kostar miðinn kr. 4.000. Fyrir þá sem ætla ekki að vera í kvöldverðinum en koma á ballið opnar húsið kl. 22:30 og ballið hefst kl. 23:00. Athugið að ölvun ógildir aðgöngumiðann á árshátíðina. Miðasala á midix.is