Svör við helstu spurningum fyrir umsækjendur heimavistar skólaárið 2021-2022

Svör við umsóknum voru send út með tölvupósti 25.júní. Það er enn opið fyrir umsóknir næsta vetur. Umsækjendur sem sækja um eftir 23. júní fá staðfestingu í ágúst eftir sumarleyfi. Greiðsluseðlar/kröfur vegna staðfestingar- og tryggingargjalds verða stofnaðir/-ar á kennitölu íbúa eða forráðamanna (ólögráða íbúa) í innheimtukerfi Arion banka. Eindagi staðfestingar- og tryggingargjalds er 26. júlí. Ef krafa er ekki greidd á eindaga er gert ráð fyrir að viðkomandi hafi hætt við búsetu á vistinni. Raðað verður niður á herbergi fyrstu dagana í ágúst. Breytingar á umsókn s.s. varðandi tegund af herbergi eða herbergisfélaga verða að hafa borist fyrir 1. ágúst á netfangið maria@heimavist.is Leigusamningar og önnur gögn verða sendir í pósti viku fyrir upphaf skóla. Gengið er frá skráningu í mötuneyti við komuna á heimavistina. Staðfestingar- og tryggingargjald fæst ekki endurgreitt ef hætt er við komuna á heimavistina.

Brautskráning frá Menntaskólanum á Akureyri

Starfsfólk heimavistar óskar útskriftarnemendum Menntaskólans á Akureyri innilega til hamingju með daginn.

Laus pláss á heimavistinni næsta skólaár

Þó að umsóknarfrestur fyrir næsta skólaár sé liðinn þá eru einhver pláss laus. Hægt er að sækja um hér á heimasíðunni.

Umsóknarfrestur um heimavist næsta skólaár rennur út 10. júní

Minnum á að það er opið fyrir umsóknir næsta skólaár 2021-2022. Umsóknarfrestur er til 10. júní og er sótt um hér á heimasíðunni.

Brautskráning frá Verkmenntaskólanum á Akureyri

Starfsfólk heimavistar óskar útskriftarnemendum Verkmenntaskólans á Akureyri innilega til hamingju með daginn.

Opið fyrir umsóknir um heimavist næsta skólaár

Minnum á að það er opið fyrir umsóknir næsta skólaár 2021-2022. Umsóknarfrestur er til 10. júní og er sótt um hér á heimasíðunni.

Íbúar undirbúa brottför

Íbúar eru byrjaðir að undirbúa brottför og þegar hafa íbúar skilað lyklum og haldið til síns heima. Vonandi verðum við að mestu laus við COVID næsta skólaár og heimilislífið á stóra heimilinu því nokkuð "eðlilegt" þar sem hægt verður að bjóða utanaðkomandi gestum í heimsókn. Við hlökkum til :)

Brottför af heimavist - skil á herbergi

Nú eru einhverjir íbúar þegar farnir að skila af sér herbergjum og halda út í vorið. Við minnum alla á að þrífa herbergin samviskusamlega og skila þeim eins og þeir tóku við þeim við komuna á stóra heimilið. Áður en þið farið heim, vinsamlega: • Nálgist gátlista í afgreiðslu vegna herbergisþrifanna • Sækið vagn með ræstivörum • Skilið lykli/korti af herbergi • Skilið þvottahúslykli í þvotthús • Hafið alltaf samband við starfsmann við brottför. Gangi ykkur vel í prófum/námsmatsverkefnum Starfsfólk Heimavistar MA og VMA

Opið fyrir umsóknir um heimavist næsta skólaár

Minnum á að það er opið fyrir umsóknir næsta skólaár 2021-2022. Umsóknarfrestur er til 10. júní og er sótt um hér á heimasíðunni.

Gleðilegt sumar

Gleðilegt sumar og kærar þakkir fyrir veturinn