Ástráður í heimsókn á Heimavist

Mánudagskvöldið 6. mars, klukkan 20:00 mun Ástráður, kynfræðslufélag læknanema, bjóða upp á spjallstund á setustofunni. Fræðarar eru sjálfboðaliðar á 2. ári í læknisfræði sem hafa setið námskeið á vegum Ástráðs og haldið kynfræðslu víða um landið. Öll á heimavistinni eru velkomin! Kynfræðsla er ekki takmörkuð við kynlíf, heldur kemur hún okkur öllum við. Við getum rætt allt frá anatómíu, kynlíf og kynsjúkdóma að kynvitund, kynhneigð og blæti.

 

Ástráður er kynfræðslufélag sem er rekið af læknanemum við Háskóla Íslands. ​Markmið félagsins er að fræða ungmenni landsins um kynlíf, kynheilbrigði og samskipti.