Breyting á opnun heimavistar á nýju ári. Opnum laugardaginn 8. janúar kl. 12.

Vegna fjölda smita í samfélaginu að undanförnu verður heimavistin ekki opnuð fyrr en laugardaginn 8. janúar en bæði MA og VMA munu taka á móti nemendum mánudaginn 10. janúar. Vonumst við til að móttaka íbúa dreifist því á 8. og 9. janúar.
Á heimavistinni verður grímuskylda og íbúar beðnir að virða þá reglu sem og að vera dugleg að sinna persónulegum sóttvörnum. Gestakomur verða ekki leyfðar fyrst um sinn.
Óskum ykkur gleðilegs árs og hlökkum til að hitta íbúa á nýju ár.