Brottför af heimavist - skil á herbergi

Kæru íbúar !
Nú eru einhverjir íbúar þegar farnir að skila af sér herbergjum og halda út í vorið. Við minnum alla á að þrífa herbergin samviskusamlega og skila þeim eins og þeir tóku við þeim við komuna á stóra heimilið.
Áður en þið farið heim, vinsamlega:
• Nálgist gátlista í afgreiðslu vegna herbergisþrifanna
• Sækja vagn með ræstivörum
• Skilið lykli/korti af herbergi
• Skilið þvottahúslykli í þvotthús
• Hafið alltaf samband við starfsmann við brottför.
Gangi ykkur vel í prófum/námsmatsverkefnum
Starfsfólk Heimavistar MA og VMA