Brottför af heimavist - skil á herbergi

Kæru íbúar !
Nú eru einhverjir íbúar þegar farnir að skila af sér herbergjum og halda út í vorið. Við minnum alla á að þrífa herbergin samviskusamlega og skila þeim eins og þeir tóku við þeim við komuna á stóra heimilið.
Áður en þið farið heim, vinsamlegast:
  • Nálgist gátlista í afgreiðslu vegna herbergisþrifa
  • Sækið vagn með ræstivörum
  • Skilið lykli/korti af herbergi
  • Skilið þvottahúslykli og neti í þvotthús
  •  Óhreinar hlífðardýnur eiga að fara niður í merkta körfu.
  •  Brúsar með þrifaefnum og fægiskófla og kústur (þrifið og hreint) niður í móttöku. 
  • Á nýju vist: Þau sem hafa fengið hvíta hjólavagna - skilið þeim hreinum fyrir framan herbergið ykkar.
  • Hafið alltaf samband við starfsmann við brottför.

 

Gangi ykkur vel í prófum/námsmatsverkefnum
Starfsfólk Heimavistar MA og VMA