Gangafundir fyrir íbúa á Heimavist MA og VMA verða miðvikudaginn 11. janúar

Kæru íbúar.

 

Gleðilegt nýtt ár og velkomin á Heimavistina á nýju ári. Við viljum gjarnan hitta á ykkur öll í upphafi vorannar og því boðum við til gangafundar.

Minnum íbúa á að það er skyldumæting á gangafundi líkt og fram kemur í reglunum okkar, bæði fyrir nýja íbúa og þá sem hafa verið hjá okkur áður.

- Ef þið komist ekki á auglýstum tíma þá megið þið mæta á annan gang en þið eru sjálf búsett á.

- Ef þið komist ekki þennan dag þá þurfið þið að hafa gilda ástæðu fyrir því og láta mig vita með tölvupósti, við reynum þá að finna annan tíma fyrir ykkur.

 

Gangafundir verða á miðvikudaginn næsta, 11. janúar á auglýstum tímum frá kl 16:30.

 

Nýja vist - gangafundir verða á hverjum gangi fyrir sig

Allir íbúar á 1. hæð kl. 16:30

Allir íbúar á 2. hæð kl. 16:40

Allir íbúar á 3. hæð kl. 16:50

Allir íbúar á 4. hæð kl. 17:00

Allir íbúar á 5. og 6. hæð kl. 17:10

 

Gamla vist - gangafundir verða á Setustofunni

Nýjir íbúar á Gömlu vist kl. 17:30

Eldri íbúar á gömlu vist kl. 17:45

Skyldumæting og nafnakall!

Hlökkum til að funda með ykkur.