Félag læknanema með fræðslu

Kæru íbúar.
Miðvikudagskvöldið 26. febrúar kl. 20:00 ætla nokkrir 2. árs læknanemar að vera með forvarnarfræðslu á setustofunni fyrir íbúa heimavistarinnar. Læknanemarnir eru á vegum „Ástráðs“ félags læknanema um forvarnarstarf.

Rætt verður t.d. um kynheilbrigði, ótímabærar þunganir og kynsjúkdóma.
Endilega nýtið ykkur að hitta læknanemana til að fræðast og forvitnast.