Greiðsluseðill fyrir staðfestingar- og tryggingargjald skólaárið 2015-2016 ætti að berast frá Arion banka næstu daga. Upphæð greiðslu er 34.000 kr. (7.000 kr í staðfestingargjald og 27.000 í tryggingargjald). Fyrir mistök var textinn á greiðsluseðlinum rangur þ.e. "Húsaleiga". Beðist er afsökunar á þessu en þetta ætti ekki að koma að sök þar sem íbúar eiga þegar að vera búnir að fá heimsenda reikninga, þar sem upphæðin er sú sama og textinn réttur.