Grunnskólanemendur í heimsókn

Það var líf og fjör á heimavistinni í dag þegar við fengum um tvö hundruð grunnskólanemendur í heimsókn en hún er hluti af kynningum framhaldsskólana MA og VMA. Nemendur komu úr grunnskólum nágrannasveitafélaga: Hrafnagilsskóla, Dalvíkurskóla, Þelamekurskóla, Grenivíkurskóla, Grunnskólanum á Þórshöfn, Valsársskóla, Reykjahlíð, Þingeyjarskóla, Öxarfjarðarskóla, Húnavallaskóla og Grunnskólanum í Hrísey. Hægt er að sjá myndir á facebook síðu heimavistarinnar.