Heimavistin opnuð 4. maí með ákveðnum takmörkunum!

Eins og fram hefur komið verður aflétting á samkomubanninu 4. maí n.k. tekin í skrefum. Okkur er heimilt að hafa 50 einstaklinga í húsi í einu og að virða verður 2 metra regluna. Framhaldsskólarnir hafa heimild til að taka til starfa með þessum takmörkunum. Eins og gefur að skilja getum við ekki tekið við öllum íbúum í einu og þarf því að skipuleggja starfsemina í húsnæðinu þegar við náum að opna 4. maí.

Framhaldsskólarnir munu funda fljótlega og láta okkur vita hvernig þeir sjá fyrir sér starfsemina út önnina. Í framhaldi getum við tilkynnt um hvernig við skipuleggjum starfsemina í húsnæði heimavistarinnar þegar við opnum 4. maí.