Heimavistin verður lokuð frá og með miðnætti aðfaranótt 26.mars n.k.

Í ljósi hertra fjöldatakmarkana sem taka gildi nú um miðnætti og þar með lokunum í framhaldsskólum verður heimavistinni líka lokað.
Heimavistin verður lokuð frá og með miðnætti aðfaranótt 26. mars n.k. Gert er ráð fyrir að allir íbúar fari til síns heima á morgun fimmtudaginn 25. mars.
Auglýst verður um leið og það liggur fyrir hvenær við náum að opna aftur en íbúum bent á að lokunin mun vara a.m.k. fram yfir páska.