Herbergjaskoðanir hefjast eftir helgi

Reglulegar herbergjaskoðanir hefjast eftir helgi. Herbergi eru skoðuð hálfsmánaðarlega á sama vikudegi. Íbúar eru minntir á skoðun deginum áður með auglýsingu á ganginum.
Í fyrstu heimsókn verður hengt upp úttektarblað í herberginu 🙂
Minnum íbúa á að eftirlit með þrifum á herbergjum er hluti af reglum á stóra heimilinu. Á hverjum gangi er búið að setja inn í s.k. skol; ryksugu, moppu o.s.frv. Munið að spritta fyrir og eftir notkun með sóttvarnarspritti og þurrkum sem eru einnig til staðar.
Inga Bára sér um herbergjaskoðanir og byrjar á gömlu vist á mánudaginn- Baldursheimi og Kvennavist.
Gangi ykkur vel í vetur 🙂