Höldum áfram að passa vel uppá sóttvarnir !

Þrátt fyrir hertar takmarkanir vegna COVID verða litlar breytingar hjá okkur vegna þess hve vel íbúar standa sig í að passa upp á sóttvarnir. Vonumst til að það haldi áfram þannig að við getum haldið starfseminni að mestu óbreyttri þannig að við þurfum ekki að herða þær.
Grímuskylda er áfram utan síns herbergis og við pössum upp á hópamyndun. Þá er rétt að minna á að persónulegar sóttvarnir eru mikilvægar.
Höldum áfram að tilkynna ef íbúar eru veikir og/eða á leið í covidtest.