Íbúi heimavistar silfurverðlaunahafi í Norðurlandameistaramóti unglinga

Íbúi heimavistar silfurverðlaunahafi í Norðurlandameistaramóti unglinga.

Þorgbergur Guðmundsson íbúi á heimavist og nemandi í VMA vann til silfurverðlauna í  +120 kg flokki karla  á Norðurlandameistaramóti unglinga í kraftlyftingum sem fram fór í Álaborg í Danmörku síðustu helgi.  Þorbergur lyfti samtals 720 kg, eða 270-140-310 og tóku alls sex Íslendingar þátt í mótinu eins og fram kemur á mbl.

Starfsfólk óskar Þorbergi til hamingju með árangurinn.