Jólahlaðborð Heimavistarráðs miðvikudaginn 6. desember

Miðvikudaginn 6. desember verður jólahlaðborð Heimavistarráðs í mötuneytinu og er öllum íbúum heimavistar boðið að njóta hátíðarveitinga. Gildir einu hvort íbúar eru skráðir í kvöldmat eða ekki, allir eru velkomnir. Heimavistarráð aðstoðar við að framreiða og hefur þegar skreytt matsalinn. Við bendum íbúum okkar á að mæta í snyrtilegum klæðnaði til kvöldverðar. 

Borðhald hefst kl. 17:30 og lýkur kl 19:00.