Kosning til Heimavistarráðs skólaárið 2025-2026

Hefur þú það sem til þarf?

Það er komið að því. Nú er opið fyrir tilnefningar í heimavistarráð. Ef þú hefur brennandi áhuga á velferð allra lifandi sálna innan veggja þessarar blessuðu heimavistar þá er ráðið staður fyrir þig.

Kosningarnar verða svo auglýstar síðar.

Hvernig ber ég mig að?

-Fyrsta skref er að finna kjörkassann í afgreiðslu

-Ritaðu nafn þitt á miða ásamt herbergisnúmeri

-Bombaðu miðanum í kjörkassann

-Voila, þú ert kominn í pottinn