Mín framtíð í Laugardalshöll

Heimavist MA og VMA tók þátt í sýningunni Mín framtíð sem fram fór í Laugardalshöll dagana 16.-18. mars. Heimavistin deildi bás með VMA - en auk okkar voru á sýningunni um 30 aðrir framhaldsskólar og heimavistir víðs vegar af landinu. Það var virkilega gaman að taka þátt og hitta bæði fyrrum íbúa og verðandi íbúa á Heimavist 😊 Takk fyrir okkur!