Móttaka íbúa verður helgina 16.-17. ágúst

Móttaka íbúa verður helgina 16.-17. ágúst sem hér segir:

Móttaka nýnema og þeirra sem hafa ekki verið hjá okkur áður er laugardaginn 16. ágúst kl. 12-16 og sunnudaginn 17. ágúst frá kl. 12-16 og mánudaginn 18. ágúst frá kl. 10-16.

Móttaka íbúa sem hafa verið hjá okkur áður er laugardaginn 16. ágúst kl. 12-20 og sunnudaginn 18. ágúst frá kl. 12-20 og mánudaginn 18. ágúst frá klukkan 10-20.

Vinsamlegast virðið þessar tímasetningar svo skipulagið gangi sem best fyrir sig.

Húsaleigusamningar verða sendir út rafrænt á næstu dögum og bæði forráðamaður (ef íbúi er ólögráða) og íbúi þurfa að skrifa undir hann inni á signet.is áður en herbergi fæst afhent.