Poolmót hefst á morgun

 

Búið er að draga keppendur saman í fyrstu umferð mótsins og hefst hún á morgun. Þeir sem skráðu sig eru hvattir til að fara fram í anddyri og sjá hvenær þeir eiga að keppa og á móti hverjum. Keppendur verða sjálfir að bera ábyrgð á að mæta í sinn leik.

Dómarar verða Ómar Eyjólfs og Hjálmar úr heimavistarráði. Öllum vistarbúum er velkomið að horfa á. Góða skemmtun !