Á næstu dögum verður rýmiæfing á heimavistinni í samtarfi við starfsmenn frá Eldvarnaeftirliti Slökkviliðs Akureyrar.
Við höldum rýmiæfingu reglulega til að vera eins vel undirbúin og hægt er ef til þess kemur að rýma þurfi húsnæðið vegna raunverulegs bruna.
Það er gerð krafa um að allir íbúar, gestir, starfsmenn og aðrir sem í húsnæðinu eru á tíma æfingar rými húsnæðið líkt og um raunverulegan bruna væri að ræða.