Skipulagshópur

Heimavistarráð hefur komið á fót skipulagshópi um tillögu að bættri gönguleið frá heimavistinni og upp í VMA. Hópurinn mun einnig koma að skipulagi við lóð heimavistar og MA. Hópinn skipa frá MA; Sindri Bóndi, Rakel Guðjónsdóttir og Sonja Guðlaugsdóttir. Frá VMA koma Jóhann Sigurjón Jakobsson, Anna Þorsteinsdóttir, Stefán Grímur Rafnsson og Ingólfur Ágústsson.

Öllum er velkomið að leggja fram sína eigin tillögu til skipulagshópsins og senda tölvupóst á netfangið heimavistarrad@heimavist.is