Sumarfrí

Sumarfrí starfsmanna heimavistar Lundar er frá 23. júní - 3. ágúst.

Hér að neðan má lesa svör við helstu spurningum sem brenna á umsækjendum um heimavist.

 

  • Svör við umsóknum fara í póst dagana 23. - 24. júní.
  • Greiðlsuseðlar berast frá banka nokkrum dögum síðar.
  • Eindagi greiðsluseðla er 20. júlí.
  • Tekið verður inn af biðlista 5. - 7. ágúst.
  • Séróskir, t.d. um herbergisfélaga verða að hafa borist fyrir 1. ágúst.
  • Ekki verður raðað á herbergi fyrr en eftir 5. ágúst.
  • Leigusamningar og aðrir pappírar verða sendir viku fyrir upphaf skóla.
  • Þvottanúmer nýrra íbúa heimavistar berast einnig viku fyrir upphaf skóla.
  • Gengið er frá skráningu í mötuneyti við komu á heimavist. 

Ef greiðsluseðill berst ekki er hægt að greiða staðfestingar- og tryggingagjald inn á reikning Lundar að upphæð kr. 27.000. Bankaupplýsingar: 0302-26-106252. Kennitala Lundar: 630107-0160. Mikilvægt er að kennitala verðandi íbúa komi fram sem skýring við greiðslu.

Staðfestingar og tryggingagjald fæst ekki endurgreitt ef hætt er við búsetu á heimavist.