Þvottur, þvottur !!

Elsku bestu heimavistaríbúar !

Stelpurnar í þvottahúsinu báðu okkur um að setja inn auglýsingu hérna á síðuna. Svo virðist vera að þessi blessuðu föt okkar íbúanna sem að við setjum í þvott haldi bara áfram að hlaupa burt..

Til að nefna dæmi þá hefur ung stúlka hérna á heimavistinni góðu, týnt nærfatapokanum í þvotti! Það er nú ekki gott að vera undirfatalaus svo að ef að einhver annar íbúi hefur fengið ókunnugan nærfatapoka í hólfið sitt(sem hefur þá væntanlega endað uppi á herbergi) þá biðjum við hann um að vera svo vænn að skila honum aftur í þvottahúsið. 

Þetta á einnig við um allar flíkur sem að þið fáið í ykkar hólf og þið kannist bara ekkert við að eiga. Þið þurfið ekki að gera annað en að skottast niður í þvottahús og fleygja þessu mjúklega inn í gegnum götin í þvottahúsinu. Svo einfalt er það. Og ef að þú ert löt/latur og nennir ekki að gera þér auka ferð niðr' í þvottahús þá getið þið bara tekið þetta á leiðinni í mat. Þar sem að við reiknum fastlega með því að þið borðið einstöku sinnum. 

 

 

Takktakk,

Heimavistarráð !