Tilkynning frá Mötuneyti Menntaskólans á Akureyri

Mötuneyti Menntaskólans á Akureyri

Í ljósi fordæmalausra aðstæðna af völdum Covid-19 hefur Mötuneyti Menntaskólans á Akureyri verið lokað frá 16. mars 2020. Endurgreitt verður fyrir þær vikur sem lokað er í mötuneytinu og því óskum við eftir greiðsluupplýsingum svo hægt sé að fara í endurgreiðsluaðgerðir.

Eftirfarandi upplýsingar óskast sendar á netfangið fjarmalastjori@ma.is:
- Nafn og kennitala mötuneytisfélaga.
- Kennitala og reikningsnúmer fyrir endurgreiðslu.

Fyrir hönd Mötuneytis Menntaskólans á Akureyri
Ragnar Hólm Ragnarsson
Fjármálastjóri MA