Tónlistarkvöldvaka

Næstkomandi miðvikudagskvöld 2.apríl verður haldin tónlistarkvöldvaka á heimavistinni.

Fyrirkomulagið verður hvorki flókið né formlegt heldur munu þeir sem vilja koma fram og spila lög eða syngja einungis þurfa að skrá atriðið niður á blað í anddyrinu. Ekki verður formlegur kynnir heldur munu atriðin rúlla áfram og hvetjum við alla tilvonandi tónlistarmenn til að taka þátt.

Þeir sem vilja spila eða syngja sjálfir útvega allt sem þarf í atriðið. Planið er að gera þetta að notalegri kvöldstund þar sem menn geta annað hvort hlustað á harðasta rokk eða mildan jazz og borðað snakk og popp í góðra vina hópi. Nánar síðar !