UMSÓKN UM HEIMAVIST

Umsókn um heimavist

Hér til hliðar má finna umsókn um heimavist fyrir veturinn 2008-2009. Þegar hún hefur verið fyllt út þarf að koma henni hingað til okkar á heimavistina Það má gera það á þrennan hátt.

  • Með pósti og þá stílað á Lundur heimavist MA/VMA Eyrarlandsvegi 28, 600 Akureyri og bt. Sigmundar
  • Með tölvupósti á netfangið sigmundur@heimavist.is og þarf þá að fylla út umsóknareyðublað og senda sem viðhengi.
  • Nú eða bara með því að koma og afhenda starfsmanni umsóknina og líta á húsakynni í leiðinni.

Núverandi íbúar eru beðnir um að skila umsóknum í anddyri eða til húsbónda.

A.T.H. Allar séróskir t.d. um herbergi, herbergisfélaga, nágranna eða aðrar óskir þurfa að koma fram á umsókn eða berast á netfangið sigmundur@heimavist.is ekki síðar en 1. ágúst.

Viljum við sérstaklega benda nýnemum á að senda inn sínar óskir á netfangið hér að ofan þar sem aðeins er boðið upp á að haka við heimavist á rafrænni umsókn um skólavist en ekki tilgreina óskir.

Umsóknarfrestur er til 11. júní.