Umsókn um heimavist fyrir skólaárið 2011 - 2012

Umsókn um heimavist fyrir skólaárið 2011 - 2012

Hér til hliðar má finna umsókn um heimavist fyrir veturinn 2011-2012. Þegar hún hefur verið fyllt út þarf að koma henni hingað til okkar á heimavistina Það má gera það á þrennan hátt.

  • Með pósti og þá stílað á Lundur heimavist MA/VMA Eyrarlandsvegi 28, 600 Akureyri og bt. Sigmundar
  • Með tölvupósti á netfangið sigmundur@heimavist.is og þarf þá að fylla út umsóknareyðublað og senda sem viðhengi.
  • Nú eða bara með því að koma og afhenda starfsmanni umsóknina og líta á húsakynni í leiðinni.

Núverandi íbúar eru beðnir um að skila umsóknum í anddyri eða til húsbónda.

A.T.H. Allar séróskir t.d. um herbergi, herbergisfélaga, nágranna eða aðrar óskir þurfa að koma fram á umsókn eða berast á netfangið sigmundur@heimavist.is ekki síðar en 1. ágúst.

Viljum við sérstaklega benda nýnemum á að fylla út umsókn um heimavist og senda okkur. Ekki nægir að haka aðeins við heimavist þegar sótt er um skóla þar sem óvíst sé að það skili sér til okkar.

Umsóknarfrestur er til 9. júní.