Umsóknir og innritun

Nú eiga allir sem sóttu um heimavist fyrir komandi skólaár 2025-2026 að vera búin að fá svarbréf í tölvupósti. 

Tölvupóstur með svörum við umsóknum berst frá netfanginu heimavist@s5.is 

Ef að þú færð úthlutað búsetu á heimavist þarf að staðfesta umsóknina með því að greiða kr. 50.000. Greiðsluseðill hefur verið stofnaður í heimabanka eða í heimabanka forráðamanns fyrir þá umsækjendur sem eru ólögráða. Gjaldið er samansett af óendurkræfu staðfestingargjaldi kr. 10.000 og tryggingagjaldi kr. 40.000. Eindagi er 15. júlí og ef greiðsluseðill er ekki greiddur á eindaga er litið svo á að búseta á heimavist hafi verið afþökkuð.

Hægt er að senda tölvupóst á heimavist@heimavist.is ef spurningar vakna.