Unnið úr umsóknum fyrir skólaárið 2015-2016

Umsóknarfrestur um heimavist næsta skólaár var til 10. júní s.l. og hafa sjaldan fleiri umsóknir borist. Nú er verið að vinna úr umsóknum en hægt er að sjá þær vinnureglur sem hafðar eru til hliðsjónar við úthlutun á leigurými á heimavistinni hér á heimasíðunni.
Gert er ráð fyrir að hægt verði að senda umsækjendum bréf í lok vikunnar. Rétt er að vekja athygli á að eindagi staðfestingar- og tryggingargjalds alls kr. 34.000 er 20. júlí n.k. Verði seðilinn ekki greiddur á eindaga er gert ráð fyrir að viðkomandi hafi hætt við búsetu á vistinni og nemendur á biðlista verða teknir inn. Tekið verður inn af biðlista í byrjun ágúst.