Búið er að svara öllum umsóknum um pláss á Heimavistinni. Þær umsóknir sem bárust okkur á meðan á sumarleyfi stóð fóru sjálfkrafa í stöðuna synjað þar sem búið var að fylla hvert rými fyrir sumarfrí. Húsaleigusamningar verða sendir út rafrænt í næstu viku. Þau sem hafa verið áður hjá okkur halda sínum þvottanúmerum aðrir fá þau afhent við komu á heimavist. Móttaka íbúa verður helgina 16.-17. ágúst en nánari tímasetning verður tilkynnt síðar.