Uppsagnir á húsaleigusamningum!

 

Íbúar sem hætta um annarskil.

Athygli er vakinn á því að uppsagnarfrestur húsaleigusamninga við annarskil er einn mánuður m.v. næstu mánaðarmót frá uppsögn samningsins. Þetta á eingöngu við þá nemendur sem hætta námi.

Nemendur sem vita nú þegar að þeir hætta námi í lok yfirstandandi annar eiga að senda inn skriflega uppsögn sem fyrst (einum mánuði fyrir annarlok).

VMA íbúar.

VMA-íbúar sem eru að hætta námi í lok desember eiga að skila skriflegri uppsögn núna í nóvember til að komast hjá því að greiða húsaleigu eftir að þeir eru fluttir af görðunum.

Þeir VMA-íbúar sem munu hætta námi um annarskil vegna ófullnægjandi námsframvindu eiga að senda skriflega uppsögn til undirritaðra í desember þegar niðurstaða annarprófa er ljós. Við þessar aðstæður er uppsagnarfresturinn einn mánuður frá næstu mánaðarmótum/áramótum og þeir munu því þurfa að greiða húsaleigu fyrir janúar.

MA íbúar.

MA-íbúar sem eru að hætta námi í lok janúar eiga að skila skriflegri uppsögn í desember til að komast hjá því að greiða húsaleigu eftir að þeir eru fluttir af görðunum.

Þeir MA-íbúar sem munu hætta námi um annarskil vegna ófullnægjandi námsframvindu eiga að senda skriflega uppsögn til undirritaðra í janúar þegar niðurstaða annarprófa er ljós.  Við þessar aðstæður er uppsagnarfresturinn einn mánuður frá næstu mánaðarmótum og þeir munu því þurfa að greiða húsaleigu fyrir febrúar