Viðvera skólahjúkrunarfræðings í MA og VMA

Auður Karen Gunnlaugsdóttir hefur verið ráðin í stöðu skólahjúkrunarfræðings við MA og VMA og er það í samstarfi við Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN).
Auður verður með viðveru Í MA í viðtalsherbergi í Gamla skóla á fimmtudögum frá kl. 8 -13. Opinn viðtalstími hjúkrunarfræðings er frá kl. 10-11. Ekki þarf að panta tíma en velkomið er að senda fyrirspurn á  audur@ma.is eða mæta á staðinn.
Auður verður með viðveru Í VMA á skrifstofu hjúkrunarfræðing í C-álmu (við hliðina á C09) á þriðjudögum frá kl. 8.30 - 9.30 og á miðvikudögum frá kl. 10.30 - 11.30. Ekki þarf að panta tíma en einnig er velkomið að senda fyrirspurn á  audur.karen.gunnlaugsdottir@vma.is eða mæta á staðinn.
Bendum forráðamönnum og foreldrum á að jafnframt er velkomið að hafa samband við hjúkrunarfræðing.