Beiðni um næturgest

Af gefnu tilefni viljum við ítreka og benda á að það þarf ákveðið ferli til að sækja um næturgest og ekki er hægt að verða við beiðnum um næturgistingar nema þessu sé framfylgt.

Við minnum íbúa á að sækja þarf um leyfi fyrir næturgest í síðasta lagi á miðvikudegi, fyrir þá sem eru undir 18 ára - en nóg að gera það með sólahringsfyrirvara sé íbúinn orðinn lögráða. Einnig þarf að koma samþykki foreldra þeirra sem eru undir 18 ára og samþykki herbergisfélaga. 

Í öllum tilfellum þarf að fylla út form á heimasíðu Heimavistar: Heimavist MA og VMA