Snara.is er aðgengileg fyrir íbúa!
Minnum á að íbúar hafa aðgang að snöru.is (á staðarnetinu) en forritið geymir yfir 2 milljónir uppflettiorða í tugum orðabóka og uppflettirita eins og fram kemur á heimasíðu þeirra.
Fulltrúar íbúa ætla að baka og bjóða upp á vöfflur í matsalnum fyrir íbúa heimavistar n.k. miðvikudag frá kl. 15-17. Endilega að kíkja við, hitta aðra íbúa og gæða sér á gómsætum vöfflum.
Heimavist MA og VMA leitar að öflugum ÞJÓNUSTUSTJÓRA til að slást í góðan hóp starfsmanna og starfa í lifandi og fjölbreyttu starfi . Nánari upplýsingar.
Senn líður að páskafríi íbúa en báðir framhaldsskólarnir MA og VMA eru með síðasta kennsludag fyrir páska föstudaginn 8. apríl. Heimavistin verður því lokuð frá kl. 12 á hádegi laugardaginn 9. apríl.
Kennsla hefst í báðum skólum þriðjudaginn 19. apríl og verður
heimavistin opnuð eftir páskafrí mánudaginn 18. apríl kl. 12.