Próftími hefst laugardaginn 9. desember. Á próftíma á að vera næði allan sólarhringinn.
Ekki er heimilt að hafa hjá sér gesti nema með sérstöku leyfi starfsmanns.
Ekki eru veitt leyfi fyrir næturgestum meðan á próftíma stendur.
Tónlist og sjónvörp á herbergjum og á setustofu mega ekki valda ónæði.
Hafið samband við starfsmann í vaktsíma 8991602 ef þið verðið fyrir ónæði.
Gangi ykkur vel í prófunum.
Munum að sýna hvort öðru tillitssemi.
Starfsfólk Heimavistar MA og VMA
Heimavistarráð stendur fyrir viðburði á setustofunni annað kvöld, miðvikudagskvöldið 29. nóvember kl. 20-22. Hvetjum íbúa til að mæta og eiga notalega kvöldstund.
Uppsagnir á húsaleigusamningum fyrir þá íbúa sem hætta námi. Athygli er vakin á að uppsögn á húsaleigusamningi við annarskil hjá bæði MA og VMA íbúum er 30. nóvember n.k.
Heimavistarráð skólaársins 2023-2024 skipa sem hér segir - talið frá vinstri: Konráð Guðlaugsson, Hlynur Freyr Ragnarsson, Þórdís Kristín O'Connor, Jasmín Hall Valdimarsdóttir, Birkir Leví Kristinsson, Ragnhildur Sóley Jónasdóttir og María Björg Sigurðardóttir. Hlökkum til að starfa með þessu unga fólki og fylgjast með félagslífinu í vetur
Nokkuð er um að ómerktur fatnaður hafi verið settur í þvott og því ekki hægt að koma til skila í þvottaskápana. Minnum íbúa á að vera duglegir við að merkja allan þvott hjá sér svo hann rati aftur til eigenda sinna. Hægt er að merkja þvottinn hjá starfsmönnum í þvottahúsinu.
Munið líka að flokka þvottinn í viðeigandi þvottahólf 🙂
Að gefnu tilefni viljum við minna íbúa okkar á að geyma ekki rafmagns- hlaupahjól eða hjól á herbergjum sínum og alls ekki hlaða þau inn á herbergjum.
Í kjallaranum er læst geymsla sem er vöktuð með öryggismyndavélum og ætlumst við til þess að hún s…