Ársfundur Lundar 2025 verður fimmtudaginn 5. febrúar n.k. kl. 12 í setustofu heimavistar.
Dagskrá ársfundar:
1. Ársreikningur Lundar skólaárið 2024-2025 til kynningar.
2. Skýrsla stjórnar um starfsemi Lundar skólaárið 2024-2025.
3. Önnur mál.
Ársfundur Lundar er opinn þeim sem aðild eiga að Heimavist MA og VMA, s.s. íbúum Lundar, foreldrum og forráðamönnum íbúanna, kennurum og starfsmönnum framhaldsskólana á Akureyri auk þeirra starfsmanna sem starfa í húsakynnum Lundar.
Kæru íbúar og forráðamenn. Vinsamlegast athugið að núna kemur reikningur fyrir þvottahúsgjaldinu mánaðarlega. Það verður keyrt út með húsaleigu um hver mánaðarmót framvegis og er því dreift jafnt á mánuðina, yfir önnina. Síðast kom einn reikningur fyrir alla önnina. Ekki er um neina hækkun að ræða, bara breytt fyrirkomulag á innheimtu.
Athugið að Heimavistin lokar kl: 12:00 á hádegi laugardaginn 20. desember og verður opnuð á nýju ári sunnudaginn 4. janúar kl: 12:00.
Kæru íbúar
Áður en þið farið í jólafrí vinsamlegast munið að:
Hafa herbergin snyrtileg, þá verður svo gaman að koma aftur
Fara með ALLT rusl af herbergjum út í gám
Slökkva á rafmagnstækjum og taka úr sambandi – allt nema ísskápinn en athuga hvort þar séu matvæli sem geta skemmst
Loka gluggum
Stilla ofna á 3
Skrá brottför í móttökunni
Með jólakveðju
Starfsfólk Heimavistar MA og VMA
Næðistími á Heimavistinni hefst 5. desember.
- Á próftíma á að vera næði allan sólarhringinn.
- Ekki er heimilt að hafa hjá sér gesti nema með sérstöku leyfi starfsmanns.
- Ekki eru veitt leyfi fyrir næturgestum meðan á próftíma stendur.
- Tónlist og sjónvörp á herbergjum og á setustofu mega alls ekki valda ónæði.
- Seta í anddyri og á göngum skal takmörkuð
Hafið samband við starfsmann í vaktsíma 899-1602 ef þið verðið fyrir ónæði.
Gangi ykkur vel i prófum og verkefnum.
Sýnum öll tillitssemi
Starfsfólk Heimavistar MA og VMA
Jólahlaðborð Heimavistarráðs verður haldið miðvikudagskvöldið 3. desember frá kl. 17.30-19.30. Öllum íbúum heimavistarinnar verður boðið upp á glæsilegan matseðil í skreyttum matsal. Íbúar eru hvattir til að mæta í snyrtilegum klæðnaði enda tilefnið …